Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 23:30 Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er. Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum. Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun. Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Þá staðfesti lögreglan í Los Angeles í gær að rannsókn standi nú yfir í máli 25 ára fyrirsætu sem kærði Bill Cosby fyrir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgunin að hafa átt sér stað þegar konan var 18 ára gömul, á Playboy-setrinu eftir að Cosby byrlaði henni eiturlyf. Lögmaður konunnar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upplýsingar sem komu fram á sjónarsviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mikilvægar fyrir framhaldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Konan kærði Cosby til lögreglunnar í janúar á þessu ári og bíður þess nú að ákæruvaldið höfði refsimál gegn honum. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögulegt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.
Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12 Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Golden Globe: Tina Fey og Amy Poehler létu Bill Cosby heyra það "Öskubuska hljóp í burtu frá prinsunum sínum, Garðabrúðu var kastað úr turninum sínum...og Þyrnirós hélt að hún hefði bara verið að fá sér kaffisopa með Bill Cosby.“ 12. janúar 2015 12:12
Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar Lena Dunham reynir að lappa upp á ímyndina. 18. janúar 2015 16:14
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“