Dagur Kári: „Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 17:20 Dagur Kári hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Nóa Albinóa og The Good Heart. Vísir/Vilhelm „Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
„Ég tilkynni hér með að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu,“ skrifar Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðamaður, á Facebook. „Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbaráttunni, viðurkenning á því að konur þurfi hækju til að komast af. Fyrir mér er það algerlega augljóst að konur eru að öllu leyti jafn hæfar til að leikstýra kvikmyndum og karlar. Og örugglega betri.“ Innlegg Dags Kára kemur inn í umræðu um kynjakvóta þegar kemur að styrkveitingum úr Kvikmyndasjóði Íslands en Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, blés nýju lífi í þessa umræða með ummælum sínum í Föstudagsviðtalinu. Sagðist hann þar vera fylgjandi kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði og lagði eitt og annað til í þeim efnum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ sagði Baltasar og nefndi sem dæmi að kvikmyndabransinn væri áhættusamur í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu.“„Áfram konur!“ Í kjölfarið tók Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, undir orð hans þrátt fyrir að hann segðist almennt vera á móti kynjakvótum. „Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Vegna þessa sakaði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og flokksbróðir Illuga, hann um lýðskrum. Dagur Kári segir það fáránlegt að konur hafi verið í skugganum þegar kemur að kvikmyndagerð undanfarin ár en að hann telji að umræðan sé nóg og að það sé „mjög mikill fjöldi af ótrúlega hæfileikaríkum kvenkyns leikstjórum að baka uppá.“ Leikstjórinn segir að eftir sinni bestu vitund hafi tilraun Svía til þess að koma á kynjakvóta í styrkveitingum verið misheppnuð. „Álíka mislukkað og þegar Harpa ákvað að merkja ákveðin bílastæði konum. Kynjakvóti er niðurlægjandi fyrir konur. Áfram konur! Þið eruð bestar og fullkomlega færar um að sýna það í verki.“ Færslu Dags Kára má sjá hér að neðan.Ég tilkynni hérmeð að ég er á móti kynjakvóta í styrkveitingu. Kynjakvóti er gjaldþrotsyfirlýsing í jafnréttisbará...Posted by Dagur Kári Pétursson on Wednesday, August 5, 2015
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira