Jón Steinar segir hugmyndir Balta og Illuga ekki samræmast jafnréttishugsjón Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2015 07:31 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt, telur hugmyndir um kynjakvóta við úthlutun úr Kvikmyndasjóði brjóta gegn stjórnarskrá. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort þeir Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, meini raunverulega óskir sínar um kynjakvóta í kvikmyndagerð eða hvort þeir séu „aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ „Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem karlmenn leggja leið á lykkju sína í þeim tilgangi.“ Jón Steinar vísar þar í ummæli Baltasars Kormáks í Föstudagsviðtalinu þar sem hann segist styðja hugmyndir um kynjakvóta þegar kemur að úthlutunum úr Kvikmyndasjóði Íslands og telur í raun að stækka ætti sjóðinn og að öll viðbótin ætti að fara í sérstakan styrktarsjóð fyrir konur. Illugi sagði í kjölfarið í samtali við Fréttablaðið að rök Baltasars séu góð þrátt fyrir að almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum.Vill setja á kynjakvóta Baltasar segir engin rök halda í því að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Fréttablaðið/valli„Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Þetta gagnrýnir Jón Steinar. „Ekki verður betur séð en að þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur.“ Jón Steinar vísar í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Hann hvetur þá Baltasar og Illuga til að útskýra hvernig hugmyndir þeirra samrýmast ákvæðinu sem hann nefnir. „Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort þeir Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, meini raunverulega óskir sínar um kynjakvóta í kvikmyndagerð eða hvort þeir séu „aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“ „Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem karlmenn leggja leið á lykkju sína í þeim tilgangi.“ Jón Steinar vísar þar í ummæli Baltasars Kormáks í Föstudagsviðtalinu þar sem hann segist styðja hugmyndir um kynjakvóta þegar kemur að úthlutunum úr Kvikmyndasjóði Íslands og telur í raun að stækka ætti sjóðinn og að öll viðbótin ætti að fara í sérstakan styrktarsjóð fyrir konur. Illugi sagði í kjölfarið í samtali við Fréttablaðið að rök Baltasars séu góð þrátt fyrir að almennt sé hann ekki hrifinn af kynjakvótum.Vill setja á kynjakvóta Baltasar segir engin rök halda í því að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Fréttablaðið/valli„Við erum að missa af hæfileikaríkum konum. Ef við látum þetta standa óáreitt þá breytist ekkert. Þetta er óæskileg staða, eins og hún er í dag,“ sagði Illugi. Þetta gagnrýnir Jón Steinar. „Ekki verður betur séð en að þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur.“ Jón Steinar vísar í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Hann hvetur þá Baltasar og Illuga til að útskýra hvernig hugmyndir þeirra samrýmast ákvæðinu sem hann nefnir. „Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira