Árásarmennirnir í Túnis nafngreindir Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2015 09:59 Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Bardo-safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. Vísir/AFP Túníska innanríkisráðuneytið nafngreindi í morgun mennina sem drápu nítján manns og særðu fjörutíu í árás sinni á Bardo-safnið í miðborg Túnisborgar í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árásarmennirnir hafi verið Túnisarnir Yassine Abidi og Hatem Khachnaoui. Þeir létust báðir í áhlaupi lögreglu.Í frétt BBC kemur fram að ekki hafi borist frekari upplýsingar um árásarmennina en að sögn kunna tveir eða þrír sem aðstoðuðu þá Abidi og Khachnaoui enn að ganga lausir. Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Sautján erlendir ferðamenn, lögreglumaður og rútubílstjóri létust í árásinni. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásarmennirnir skutu á hóp ferðamanna þegar þeir fóru úr rútu sinni fyrir utan safnið. Fjöldi fólks flúði þá inn í safnið þar sem þeir Abidi og Khachnaoui héldu tugi manna í gíslingu. Ferðamennirnir komu frá Japan, Ítalíu, Kólumbíu, Ástralíu, Frakklandi, Póllandi og Spáni. Árásin er mikið áfall fyrir landið þar sem ferðamannaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. „Árásinni var ekki einungis beint að ferðamönnum og Túnisum, en einnig því frjálsa og umburðarlynda samfélagi sem Túnisar hafa barist við að byggja upp síðustu fjögur árin,“ segir Eric Goldstein, talsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Túnis er það land sem hefur gengið í gegnum mestu lýðræðisumbætur meðal þeirra landa sem gengu í gegnum „arabíska vorið“ fyrir um fjórum árum. Nokkrar frjálsar kosningar hafa átt sér stað í landinu síðustu árin. Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Túníska innanríkisráðuneytið nafngreindi í morgun mennina sem drápu nítján manns og særðu fjörutíu í árás sinni á Bardo-safnið í miðborg Túnisborgar í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árásarmennirnir hafi verið Túnisarnir Yassine Abidi og Hatem Khachnaoui. Þeir létust báðir í áhlaupi lögreglu.Í frétt BBC kemur fram að ekki hafi borist frekari upplýsingar um árásarmennina en að sögn kunna tveir eða þrír sem aðstoðuðu þá Abidi og Khachnaoui enn að ganga lausir. Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Sautján erlendir ferðamenn, lögreglumaður og rútubílstjóri létust í árásinni. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásarmennirnir skutu á hóp ferðamanna þegar þeir fóru úr rútu sinni fyrir utan safnið. Fjöldi fólks flúði þá inn í safnið þar sem þeir Abidi og Khachnaoui héldu tugi manna í gíslingu. Ferðamennirnir komu frá Japan, Ítalíu, Kólumbíu, Ástralíu, Frakklandi, Póllandi og Spáni. Árásin er mikið áfall fyrir landið þar sem ferðamannaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. „Árásinni var ekki einungis beint að ferðamönnum og Túnisum, en einnig því frjálsa og umburðarlynda samfélagi sem Túnisar hafa barist við að byggja upp síðustu fjögur árin,“ segir Eric Goldstein, talsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Túnis er það land sem hefur gengið í gegnum mestu lýðræðisumbætur meðal þeirra landa sem gengu í gegnum „arabíska vorið“ fyrir um fjórum árum. Nokkrar frjálsar kosningar hafa átt sér stað í landinu síðustu árin.
Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50
Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33