"Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:02 Gísli Ólafsson sinnti hjálparstarfi í Nepal og sagði sögu sína á TEDxReykjavík viðburðinum í lok maí. Vísir/Roman Gerasymenko Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“ Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“
Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31
„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29