„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 16:29 Birgitta hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík ráðstefnunni í maí. Vísir/TEDx „Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni. Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það sem virðist óhugsandi í dag gæti orðið mögulegt á morgun,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og formaður Pírata á TEDxReykjavik ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíó 16. maí síðastliðinn. Fyrirlestur Birgittu miðar að því að hvetja þann sem vettlingi getur valdið til þess að taka valdið í eigin hendur. En hægt er að heyra fyrirlestur formanns flokksins sem mælist stærstur á Alþingi í skoðanakönnunum um þessar mundir hér að neðan. Birgitta vildi kveikja ástríðu í brjóstum áheyrenda í sal og trú um að hver og einn einstaklingur geti breytt samfélaginu. „Nú er tíminn fyrir gagngerar breytingar á öllum vígstöðum. Við þurfum að grípa augnablikið,“ sagði Birgitta og lagði áherslu á það hversu mikið heimurinn hefur breyst og er að breytast þessa stundina. Sú hugmyndafræði sem einkenndi stjórnmál, menntakerfið, fyrirtæki og fleira sé að breytast, hún sé í raun að molna niður.Lygi að almenningur geti engu breytt „Ríkin okkar eru byggð í kringum kerfi sem eru orðin úrelt,“ sagði Birgitta og sagði kerfin þjóna sjálfum sér frekar en borgurunum. „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði.“ Lýðræði eins og það er núna þjóni þeim tilgangi að fá fólk til þess að trúa því að það sé valdlaust og geti ekki breytt kerfinu. „En það er lygi.“ Birgittu hefur eins og kunnugt er lengi verið hugleikin persónuvernd á internetinu. Hún spurði fólk í salnum hvort það myndi draga niður gluggatjöldin heima hjá sér þegar það færi á klósettið, þegar það færi að sofa eða stundaði kynlíf. Hinsvegar væru engin gluggatjöld í „digital“ heimili okkar eða heimili okkar á internetinu. „Löggjafar er þörf til þess að geta dregið niður gluggatjöldin.“ Píratinn talaði einnig af einlægni um persónuleg málefni og erfiðar lífsreynslur sem hafa mótað hana í gegnum tíðina. Faðir hennar hvarf á jóladag þegar hún var lítil og það sama gerðist með eiginmann hennar seinna á lífsleið hennar. „Við fólkið, við erum kerfið. Tuttugasta og fyrsta öldin verður öld almúgans. Öldin þín. Öldin okkar. Við búum á ótrúlegum tímum.“ Fyrirlestur Birgittu birtist hér að neðan í heild sinni.
Tengdar fréttir Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hugsuðir miðla reynslu á TEDxReykjavík TEDxReykjavík fer fram í fimmta sinn í Tjarnarbíói í dag. Fjöldi hugsuða og athafnamanna tekur til máls. 16. maí 2015 07:00
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Af hverju höldum við framhjá? Esther Perel er sambandsráðgjafi sem hefur hefur sérhæft sig í framhjáhöldum. 29. maí 2015 11:00