Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 13:00 Sepp Blatter og Vladimir Putin. Vísir/Getty Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. Lögmenn Sepp Blater segja skjólstæðing sinn vera vonsvikinn með ákvörðun siðanefndarinnar en þeir sendu frá sér yfirlýsingu um málið. „Blatter forseti varð fyrir vonbrigðum með að Siðanefnd FIFA hafi ekki fylgt eftir sínum siða- og vinnureglum og gefið honum tækifæri til að segja sína hlið á málinu," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum hans Lorenz Erni og Richard Cullen. „Siðanefndin byggir úrskurð sinn á misskilningi svissnesk saksóknara sem hefur hafið rannsókn á forsetanum en á enn eftir að birta einhverja kæru. Saksóknarinn mun þurfa að hætta með málið takist honum ekki að koma með sannanir," segir í yfirlýsingunni og þar kemur líka fram að von sé á upplýsingum frá Sepp Blatter tengdu þessu máli. „Blatter forseti hlakkar til þess að fá tækifæri til að koma fram með sönnunargögn sem sýna fram á það að hann tók ekki þátt í neinu misferli, ólöglegu eða annarskonar," segir í umræddri yfirlýsingu. Sepp Blater var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn í maí á þessu ári en spillingarmál FIFA hafa tröllriðið allri umræðu um Alþjóðaknattspyrnusambandið síðan að fjölmargir háttsettir fulltrúar FIFA voru handteknir rétt fyrir ársþingið. Sepp Blater boðaði nýjar forsetakosningar hjá FIFA aðeins nokkrum dögum eftir að hann var endurkjörinn forseti. Nýr forseti verður kosinn á næsta ári. Hann hefur síðan bæst í þann hóp FIFA-manna sem eru flæktir í rannsókn á spillingar- og mútumálum innan FIFA.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14