FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:14 Blatter, Platini og Valcke. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45
Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25
Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42