Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 21:01 Síðan var sú stærsta sinnar tegundar. Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“