Sakar vinsælan sjónvarpsþátt um að hafa næstum látið reka sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 09:00 Nigel Pearson tók James McArthur hálstaki. vísir/getty Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Leicester, vandaði Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsframherja Englands og þáttastjórnanda Match of the Day á BBC, ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gær. Pearson sakaði Lineker og sérfræðinga hins vinsæla þáttar, þar sem farið er yfir leiki laugardagsins í enska boltanum, um að gera úlfalda úr mýflugu úr því þegar Pearson tók James McArthur, leikmann Crystal Palace, hálstaki. Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, og Jermaine Jenas, sem spilaði með Newcastle og Tottenham m.a. á sínum ferli, voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. Talið var að Pearson hefði verið rekinn eftir atvikið og var greint frá því í öllum vefritum og sjónvarpsfréttatímum þar sem Leicester gaf loks út yfirlýsingu um annað. „Það hjálpar manni ekki þegar viskubrunnarnir þrír í Match of the Day gera úlfalda úr mýflugu. Það var gerðist ekkert á laugardaginn. Það er í lagi með strákinn og þetta var allt gert í gamni,“ sagði Pearson um hálstakið. Kostaði þetta Pearson næstum starfið? Lineker, sem er goðsögn hjá Leicester og spilaði yfir 200 leiki fyrir félagið, var á dögunum sakaður um að svíkja undan skatti af einu götublaðinu í Bretlandi en ekkert hefur verið sannað. Pearson nýtti tækifærið og blandaði því í reiðilestur sinn. „Menn eru að leita að fréttum sem eru ekki til staðar. Mér fannst Match of the Day-liðið reyna að eyðileggja fyrir mér. Mér er alveg sama hvað þeim finnst um mig. Ég borga skattana mína,“ sagði Pearson. Lineker svaraði Person á Twitter þar sem hann sagði: „Nigel Pearson sakar MOTD um að gera úlfalda úr mýflugu. Við þurfum að passa okkur í framtíðinni. Þessi maður getur séð um sjálfan sig.“ Talið er að einn meðlimur Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar, sem á Leicester, hafi rekið Pearson á laugardaginn og þannig hafi fréttirnar farið af stað. Annar fjölskyldumeðlimur hafi svo snúið ákvörðuninni. Lineker bætti því kaldhæðinn við á Twitter: „Ef ég væri viskubrunnur myndi ég segja ykkur að hann var rekinn af einum fjölskyldumeðlim en endurráðinn af öðrum. En ég er enginn viskubrunnur.“ Nigel Pearson verður í eldlínunni í kvöld þegar Leicester mætir Arsenal klukkan 19.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Leicester, vandaði Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsframherja Englands og þáttastjórnanda Match of the Day á BBC, ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gær. Pearson sakaði Lineker og sérfræðinga hins vinsæla þáttar, þar sem farið er yfir leiki laugardagsins í enska boltanum, um að gera úlfalda úr mýflugu úr því þegar Pearson tók James McArthur, leikmann Crystal Palace, hálstaki. Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool, og Jermaine Jenas, sem spilaði með Newcastle og Tottenham m.a. á sínum ferli, voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. Talið var að Pearson hefði verið rekinn eftir atvikið og var greint frá því í öllum vefritum og sjónvarpsfréttatímum þar sem Leicester gaf loks út yfirlýsingu um annað. „Það hjálpar manni ekki þegar viskubrunnarnir þrír í Match of the Day gera úlfalda úr mýflugu. Það var gerðist ekkert á laugardaginn. Það er í lagi með strákinn og þetta var allt gert í gamni,“ sagði Pearson um hálstakið. Kostaði þetta Pearson næstum starfið? Lineker, sem er goðsögn hjá Leicester og spilaði yfir 200 leiki fyrir félagið, var á dögunum sakaður um að svíkja undan skatti af einu götublaðinu í Bretlandi en ekkert hefur verið sannað. Pearson nýtti tækifærið og blandaði því í reiðilestur sinn. „Menn eru að leita að fréttum sem eru ekki til staðar. Mér fannst Match of the Day-liðið reyna að eyðileggja fyrir mér. Mér er alveg sama hvað þeim finnst um mig. Ég borga skattana mína,“ sagði Pearson. Lineker svaraði Person á Twitter þar sem hann sagði: „Nigel Pearson sakar MOTD um að gera úlfalda úr mýflugu. Við þurfum að passa okkur í framtíðinni. Þessi maður getur séð um sjálfan sig.“ Talið er að einn meðlimur Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar, sem á Leicester, hafi rekið Pearson á laugardaginn og þannig hafi fréttirnar farið af stað. Annar fjölskyldumeðlimur hafi svo snúið ákvörðuninni. Lineker bætti því kaldhæðinn við á Twitter: „Ef ég væri viskubrunnur myndi ég segja ykkur að hann var rekinn af einum fjölskyldumeðlim en endurráðinn af öðrum. En ég er enginn viskubrunnur.“ Nigel Pearson verður í eldlínunni í kvöld þegar Leicester mætir Arsenal klukkan 19.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira