„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 13:30 Erlendur Eiríksson spjaldar Halldór Kristinn Halldórsson við litla hrifningu Leiknismanna. vísir/andri marinó Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira