Enski boltinn

Van Gaal dreifði tölfræði til blaðamanna

Louis Van Gaal.
Louis Van Gaal. vísir/getty
Louis Van Gaal, stjóri Man. Utd, mætti vígreifur á blaðamannafund félagsins í dag og hóf fundinn með því að dreifa tölfræði til blaðamanna.

Ummæli Sam Allardyce, stjóra West Ham, um að United beitti löngum sendingum og það hefði dugað til þess að fá stig gegn West Ham særðu greinilega Hollendinginn.

„Ég vissi sem var að þið mynduð spyrja mig út í þessi ummæli og því kom ég með þessa tölfræði. Ég verð að segja að hún lítur ekki vel út fyrir Stóra Sam," sagði Van Gaal.

„Skoðið tölfræðina og þá sjáið þið að við beittum löngum sendingum en á kantana. Það var ekki sparkað beint upp á framherjana."

Tölfræðina má sjá á blöðunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×