Markaflóð í vatnaveröld Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 06:00 Íslensku stelpurnar hafa byrjað undankeppnina á tveimur sigurleikjum. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira