Fólkið á skilið að fá góðan leik frá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 10:00 Kolbeinn hefur skorað tvö mörk í undankeppni EM 2016. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira