Enski boltinn

Clinton Njié fór í aðgerð á hné

Stefán Árni Pálsson skrifar
Clinton Njié er hann meiddist 10. des.
Clinton Njié er hann meiddist 10. des. vísir/getty
Clinton Njié, leikmaður Tottenham, fór á dögunum í aðgerð á hné en þetta hafa forráðamenn Spurs staðfest.

Þessi 22 ára leikmaður varð fyrir meiðslum fyrr í þessum mánuði þegar Tottenham vann Monaco 4-1 í Evrópudeildinni.

Ekki er ljóst hversu lengi Njié verður frá keppni að svo stöddu en hann gerði fimm ára samning við klúbbinn í sumar þegar hann kom frá Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×