Enski boltinn

Henry: Wenger þarf að kaupa miðjumann í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thierry Henry.
Thierry Henry. vísir/getty
Thierry Henry, goðsögn hjá Arsenal, telur að Arsene Wenger eigi eftir að versla sér miðjumann í janúarglugganum.

Mikil meiðsli eru í herbúðum Arsenal um þessar mundir og verða þeir Santi Carzola og Francis Coquelin lengi frá.

„Það var mikilvægt fyrir þá að halda í Mathieu Flamini síðasta sumar. Þeir væru ekki í góðum málum ef hann væri ekki í hópnum,“ skrifar Henry í dálkinn sinn í The Sun.

„Ég býst samt við því að Wenger kaupi góðan miðjumann í janúar. Það er of langt í suma menn og liðið þarf liðstyrk strax.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×