Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 13:57 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira