Enski boltinn

Wenger: Özil er eins og tónlistarmaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er vægast sagt ánægður með framlag þýska miðjumannsins Mesut Özil á leiktíðinni.

Það er líkja skiljanlegt því Özil er búinn að skora fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og leggja upp önnur tólf.

Özil er búinn að gefa fleiri stoðsendingar á þessari leiktíð en samtals á fyrstu tveimur og þá er hann lang stoðsendingahæstur í deildinni.

„Mesut er eins og tónlistarmaður sem spilar alltaf réttu nótuna á réttri stundum,“ segir Wenger í viðtali á heimasíðu Arsenal. „Tímasetningar hans eru fullkomnar þegar hann þarf að gefa boltann. Það er bara æðislegt að horfa á hann.“

„Það sem sló mig fyrst þegar ég sá Özil var að hann sendi boltann alltaf á hárréttum tíma þó hann væri ungur. Hann gat komið sér út úr ómögulegum stöðum,“ segir Arsene Wenger.

Wenger stýrði Arsenal upp úr riðli í Meistaradeildinni enn eina ferðina í vikunni þegar liðið vann Olympiacos, 3-0, í Grikklandi og á sunnudaginn mætir liðið Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×