Enski boltinn

Lukaku skoraði í sjöunda leiknum í röð en það dugði ekki til sigurs | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu.
Lukaku fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Everton gerði sitt þriðja jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti nýliða Norwich heim í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en stigið skilar Everton upp í 6. sæti deildarinnar með 23 stig. Norwich er hins vegar í 16. sæti með 14 stig en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Everton var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var algjörlega í takt við gang leiksins þegar Romelu Lukaku kom gestunum yfir á 15. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Gerard Deulofeu.

Þetta var 12. deildarmark Lukaku á tímabilinu en Belginn hefur skorað í sjö leikjum Everton í röð.

Everton tókst ekki að bæta fleiri mörkum við í fyrri hálfleik og strax í upphafi þess seinni jafnaði Wes Hoolahan metin með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiptu stigunum því bróðurlega á milli sín.

Norwich 0-1 Everton Norwich 1-1 Everton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×