Fótbolti

Jón Guðni búinn að semja við Norrköping

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson. mynd/sundsvall
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir samning við sænska meistaraliðið IFK Norrköping.

Jón Guðni kemur til félagsins frá Sundsvall þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár.

Upphaflega kemur Jón Guðni frá Þorlákshöfn en hann lék með Fram í efstu deild og fór þaðan til belgíska félagsins Germinal Beerschot. Þar var hann í eitt ár áður en hann fór til Sundsvall.

Hann hefur verið á stöðugri uppleið í sænska boltanum og var frábær á síðasta tímabili. Þarf því ekki að koma á óvart að meistararnir hafi viljað fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×