Betri leikmaður en fyrir ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 06:30 Vísir/Anton Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti