Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2015 12:09 Ótrúlegt má telja að allir hafi komist lífs af. Skjáskot úr myndbandinu. 22 ára Hafnfirðingur er afar stoltur af föður sínum sem kom ökumanni bifreiðar til aðstoðar á ögurstundu eftir alvarlegan árekstur í Ljósavatnsskarði þann 24. nóvember síðastliðinn. Tveir ferðamenn frá Malasíu voru í hinum bílnum og náðu árekstrinum á myndband eins og fjallað var um á Vísi í gær. Annar ferðamannanna og ökumaður hins bílsins slösuðust alvarlega og hafa gengist undir aðgerðir. Þau eru þó ekki í lífshættu. Sæmundur Bjarni Sæmundsson lýsir því í Fésbókarfærslu í gær að faðir sinn, Sæmundur Bjarnason, hafi komið fyrstur á vettvang. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. „Í hinum bílnum var einnig mjög slasaður einstaklingur sem gat tjáð sig um verki í baki og þar sem ekki þótti hætta stafa af því að halda kyrru fyrir í bílnum tók pabbi þá rökréttu ákvörðun um að halda þeim einstakling kyrrum og stöðugum.“ Myndband frá árekstrinum má sjá hér að neðan. Strætóbílstjóri kom til aðstoðarSamkvæmt heimildum Vísis kom strætóbílstjóri á vettvang fljótlega eftir að Sæmundur eldri keyrði fram á slysið. Sæmundur bað hann um að ná í slökkvitæki og gerðu þeir tilraun til að slökkva eldinn. Bíllinn fuðraði hins vegar upp svo þeir tóku ákvörðun um að ekki væri reynandi að slökkva í eldinum. Sæmundur Bjarni vildi ekki tjá sig um björgunaraðgerðirnar þegar Vísir sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.Annar ferðamannnanna er við ágæta heilsu og var stefnt á að útskrifa hann af Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt upplýsingum að norðan í gær. Hinn hefur gengist undir tvær stórar aðgerðir en er ekki í lífshættu.Íslenski karlmaðurinn sem ók hinum bílnum slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Fyrir viku síðan átti sér stað harður árekstur, í Ljósavatnsskarði fyrir norðan. Annar tveggja bíla skrikaði til í hálku...Posted by Sæmundur Bjarni Sæmundsson on Wednesday, December 2, 2015 Tengdar fréttir Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
22 ára Hafnfirðingur er afar stoltur af föður sínum sem kom ökumanni bifreiðar til aðstoðar á ögurstundu eftir alvarlegan árekstur í Ljósavatnsskarði þann 24. nóvember síðastliðinn. Tveir ferðamenn frá Malasíu voru í hinum bílnum og náðu árekstrinum á myndband eins og fjallað var um á Vísi í gær. Annar ferðamannanna og ökumaður hins bílsins slösuðust alvarlega og hafa gengist undir aðgerðir. Þau eru þó ekki í lífshættu. Sæmundur Bjarni Sæmundsson lýsir því í Fésbókarfærslu í gær að faðir sinn, Sæmundur Bjarnason, hafi komið fyrstur á vettvang. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. „Í hinum bílnum var einnig mjög slasaður einstaklingur sem gat tjáð sig um verki í baki og þar sem ekki þótti hætta stafa af því að halda kyrru fyrir í bílnum tók pabbi þá rökréttu ákvörðun um að halda þeim einstakling kyrrum og stöðugum.“ Myndband frá árekstrinum má sjá hér að neðan. Strætóbílstjóri kom til aðstoðarSamkvæmt heimildum Vísis kom strætóbílstjóri á vettvang fljótlega eftir að Sæmundur eldri keyrði fram á slysið. Sæmundur bað hann um að ná í slökkvitæki og gerðu þeir tilraun til að slökkva eldinn. Bíllinn fuðraði hins vegar upp svo þeir tóku ákvörðun um að ekki væri reynandi að slökkva í eldinum. Sæmundur Bjarni vildi ekki tjá sig um björgunaraðgerðirnar þegar Vísir sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.Annar ferðamannnanna er við ágæta heilsu og var stefnt á að útskrifa hann af Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt upplýsingum að norðan í gær. Hinn hefur gengist undir tvær stórar aðgerðir en er ekki í lífshættu.Íslenski karlmaðurinn sem ók hinum bílnum slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.Fyrir viku síðan átti sér stað harður árekstur, í Ljósavatnsskarði fyrir norðan. Annar tveggja bíla skrikaði til í hálku...Posted by Sæmundur Bjarni Sæmundsson on Wednesday, December 2, 2015
Tengdar fréttir Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19