Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan og ástæða er til að vara við, sést hvernig ökumaður hins bílsins missir stjórn á honum á ísilögðum veginum. Samkvæmt frétt RÚV komst hann út af sjálfsdáðum en skömmu síðar kviknaði í bílnum. Maðurinn slasaðist mjög alvarlega, var í öndunarvél í fjóra sólarhringa og gekkst undir stóra aðgerð. Hann er nýkominn úr öndunarvél, er ekki í lífshættu en á langa baráttu framundan.
Báðir bílarnir eru gjörónýtir en þeir fóru báðir fram af fjögurra til fimm metra háum kanti.
„Takk fyrir ástina og stuðninginn hvaðanæva úr heiminum,“ skrifar annar farþeginn við myndbandið sem birt var á YouTube.
„Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt að koma þér til bjargar.“