Neville: Vantar spænskukennara sem nennir að vakna snemma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 19:15 Neville spókaði sig um á Mestalla í dag. vísir/getty Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira