Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann samdi við Valencia Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 15:30 Neville er mættur til Valencia. vísir/getty Gary Neville hafnaði risasamningi við Sky Sports til að taka við spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia.Í gær var tilkynnt að Neville muni stýra Valencia út tímabilið en stjóri liðsins, Nuno, sagði starfi sínu lausu eftir 1-0 tap fyrir Valencia á sunnudaginn. Þetta er fyrsta stjórastarf Neville sem hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem álitsgjafi á Sky Sports. Neville stendur að margra mati fremstur í flokki álitsgjafa og leikgreinanda en þáttur hans, Jamie Carragher og Ed Chamberlain, Monday Night Football, hefur notið mikilla vinsælda. Forráðamenn Sky Sports vildu eðlilega halda Neville og buðu honum gull og græna skóga; fimm ára samning að verðmæti rúmlega 15 milljóna punda. Neville ákvað hins vegar að stökkva út í djúpu laugina og taka við Valencia sem er í 9. sæti spænsku deildarinnar. Sky Sports bíður erfitt verkefni að finna arftaka Neville en nokkrir gestaálitsgjafar munu skiptast á að vera í Monday Night Football það sem eftir er tímabils. Í dag birti The Telegraph áhugaverðan lista yfir mögulega arftaka Neville í Monday Night Football. Þeir sem voru nefndir til sögunnar eru Jamie Redknapp, Paul Merson, Graeme Souness, Thierry Henry, Frank Lampard, Tim Sherwood og gamla brýnið Andy Gray sem var aðalálitsgjafi Sky Sports um margra ára skeið áður en honum var sagt upp störfum í janúar 2011. Umfjöllun Telegraph má lesa með því að smella hér.Frank Lampard þykir álitlegur kostur í Monday Night Football.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Gary Neville hafnaði risasamningi við Sky Sports til að taka við spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia.Í gær var tilkynnt að Neville muni stýra Valencia út tímabilið en stjóri liðsins, Nuno, sagði starfi sínu lausu eftir 1-0 tap fyrir Valencia á sunnudaginn. Þetta er fyrsta stjórastarf Neville sem hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem álitsgjafi á Sky Sports. Neville stendur að margra mati fremstur í flokki álitsgjafa og leikgreinanda en þáttur hans, Jamie Carragher og Ed Chamberlain, Monday Night Football, hefur notið mikilla vinsælda. Forráðamenn Sky Sports vildu eðlilega halda Neville og buðu honum gull og græna skóga; fimm ára samning að verðmæti rúmlega 15 milljóna punda. Neville ákvað hins vegar að stökkva út í djúpu laugina og taka við Valencia sem er í 9. sæti spænsku deildarinnar. Sky Sports bíður erfitt verkefni að finna arftaka Neville en nokkrir gestaálitsgjafar munu skiptast á að vera í Monday Night Football það sem eftir er tímabils. Í dag birti The Telegraph áhugaverðan lista yfir mögulega arftaka Neville í Monday Night Football. Þeir sem voru nefndir til sögunnar eru Jamie Redknapp, Paul Merson, Graeme Souness, Thierry Henry, Frank Lampard, Tim Sherwood og gamla brýnið Andy Gray sem var aðalálitsgjafi Sky Sports um margra ára skeið áður en honum var sagt upp störfum í janúar 2011. Umfjöllun Telegraph má lesa með því að smella hér.Frank Lampard þykir álitlegur kostur í Monday Night Football.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira