Enski boltinn

Engin jólagleði hjá Aston Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Remi Garde.
Remi Garde. vísir/getty
Hinn nýi stjóri Aston Villa, Remi Garde, ætlar að verða Skröggur um þessi jólin því leikmenn liðsins fá ekkert að lyfta sér upp.

Skal svo sem engan undra að Garde hafi aflýst allri jólagleði því liðið er í vondum málum. Það situr á botni deildarinnar með og er sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Garde segir að leikmenn liðsins þurfi að einbeita sér að boltanum. Það sé ekki tími fyrir neina skemmtun.

„Ég trúi því varla að þegar verið er að berjast fyrir sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni að menn vilji trufla sína vinnu með skemmtunum. Jafnvel þó það séu jól," sagði Garde sem brosir sjaldan og er ekki sagður vera mikill stuðbolti.

„Menn geta notið jólanna með fjölskyldunni og síðan verið klárir í jólaleikina. Það er yndislegt að fá að spila á jólunum. Þetta er okkar vinnur. Þetta er gleðitími en ekki fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×