Enski boltinn

Fær 20 milljónir á viku fyrir að gera ekki neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adebayor hefur það náðugt þessa dagana.
Adebayor hefur það náðugt þessa dagana. vísir/getty
Emmanuel Adebayor er ekki að spila neinn fótbolta en heldur samt áfram að telja peninga.

Hann hefur ekki spilað síðan í 15. mars og mun líklega ekki spila neitt í vetur. Hann mun samt fá 20 milljónir í vikulaun frá Tottenham til 30. júní á næsta ári.

Hann verður búinn að fá rúman milljarð í vasann næsta sumar frá félögum sem hann spilar ekki fyrir næsta sumar ef hann sleppir því að spila fyrir annað félag eftir áramót.

Manchester City greiðir hluta af launum hans en það var hluti af samkomulagi er hann fór til Spurs árið 2012 en þá þurfti hann að taka á sig launalækkun.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, tók þá ákvörðun í september að sleppa því að nota Adebayor. Hann þarf ekki einu sinni að mæta á æfingar hjá félaginu lengur.

Adebayor hefur fengið tilboð frá öðrum félögum en vill ekki fara til þeirra því hann vill ekki missa af þessum risagreiðslum sem hann er að fá. Hann er aðallega að leika sér í Tógó og Gana þessa dagana með vinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×