Er þolinmæði Abramovich á þrotum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2015 06:00 Jose Mourinho hefur ekki glímt við annað eins mótlæti á ferlinum og síðustu vikur og mánuði hjá Englandsmeisturum Chelsea. Fréttablaðið/AP Það er nánast óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir að eftir fyrstu fimmtán umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið yrði Leicester á toppnum og Englandsmeistarar Chelsea í fjórtánda sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þetta er að engu síður raunin. Ástandið hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho versnaði enn um helgina þegar liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth, 1-0. Til að gera vonda sögu enn verri fór leikurinn fram á Stamford Bridge í Lundúnum, sem eitt sinn var óvinnandi vígi hjá Chelsea undir stjórn Mourinho.Kenningin um þriðja árið Slæmt gengi Chelsea í vetur verður að teljast mikil ráðgáta enda er liðið skipað að stærstum hluta sama hópi leikmanna og vann ensku deildina í vor. Meira að segja Spánverjinn Pedro kom í sumar frá Barcelona en það á eins við um hann og flesta aðra í liði Lundúnafélagsins – hann virðist langt frá sínu besta. Pedro hefur til að mynda hvorki skorað né lagt upp mark í deildarleik síðan í ágúst. Sama hvaða álit menn hafa á Jose Mourinho er ekki hægt að líta framhjá því að árangur hans á ferlinum er glæsilegur – 22 titlar í fjórum löndum á þrettán árum. En þess ber að geta að sautján af þessum titlum vann hann á fyrstu átta árunum. Undanfarin fimm tímabil hefur hann „aðeins“ skilað fimm titlum í hús – sem er þó meira en langflestir aðrir geta sagt.Sjá einnig: Mourinho hrærður yfir móttökum stuðningsmanna Sú kenning að lið undir stjórn Jose Mourinho hafi hrunið á þriðja ári hans hefur verið á flugi í haust. Sjálfur sagði hann ekkert hæft í henni þegar umræðan fór fyrst af stað í haust og benti á að hann hefði hvorki verið í þrjú ár hjá Porto né Inter. Hjá Chelsea (í fyrra skiptið sem hann stýrði liðinu) og Real Madrid hafi liðið unnið bikartitla og komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mourinho hefur notið stuðnings eigandans, Romans Abramovich, og stjórnar Chelsea. Abramovich var á leiknum á laugardaginn og myndir af honum með andlitið grafið í eigin lúkur voru áberandi á baksíðum ensku blaðanna í gær. Því hefur ítrekað verið velt upp hvort þolinmæði Abramovich sé nú eða verði senn á þrotum. Það veit enginn nema Rússinn sjálfur.Roman AbramovichVísir/GettyDýrt að reka Mourinho Jafnvel þótt Abramovich vilji reka Mourinho gæti það reynst dýrt spaug, enda skrifaði Portúgalinn undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea fyrir réttum fimm mánuðum í dag. „Þetta er það félag sem stendur næst hjarta mínu og ég er mjög ánægður að vita að ég verð hér í langan tíma,“ sagði Mourinho þá. Mourinho ætlaði sér að byggja upp nýtt stórveldi í enska boltanum. Stórveldi í ætt við það sem Alex Ferguson byggði upp hjá Manchester United. En efasemdaraddirnar hafa aldrei verið háværari. „Allir aðrir stjórar væru búnir að missa vinnuna,“ sagði Jason Burt, blaðamaður Daily Telegraph, í vikulegum umræðuþætti á Sky Sports í gær. „Kannski telja þeir enn að hann sé „sá sérstaki“, afskrifa þetta tímabil og byrja upp á nýtt í haust.“Ráðast örlögin gegn Porto? Annar blaðamaður, John Richardson hjá Sunday Express, sagði í sama þætti að hann vilji sjá hvernig Mourinho nái að bjarga sér úr þeim aðstæðum sem hann er í. „Hann hefur alltaf farið frá sínum liðum eftir tvö eða þrjú ár. Hefur hann það sem til þarf til að endurbyggja lið?“ Það kann að hljóma eins og kaldhæðni örlaganna en næsti leikur Chelsea verður gegn Porto, gamla liðinu hans Mourinho, í Meistaradeildinni á miðvikudag. Tap gæti þýtt að Chelsea falli úr leik í keppninni og Abramovich hefur áður sýnt að hann hafi litla þolinmæði fyrir því. Enski boltinn Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Það er nánast óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir að eftir fyrstu fimmtán umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið yrði Leicester á toppnum og Englandsmeistarar Chelsea í fjórtánda sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þetta er að engu síður raunin. Ástandið hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho versnaði enn um helgina þegar liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth, 1-0. Til að gera vonda sögu enn verri fór leikurinn fram á Stamford Bridge í Lundúnum, sem eitt sinn var óvinnandi vígi hjá Chelsea undir stjórn Mourinho.Kenningin um þriðja árið Slæmt gengi Chelsea í vetur verður að teljast mikil ráðgáta enda er liðið skipað að stærstum hluta sama hópi leikmanna og vann ensku deildina í vor. Meira að segja Spánverjinn Pedro kom í sumar frá Barcelona en það á eins við um hann og flesta aðra í liði Lundúnafélagsins – hann virðist langt frá sínu besta. Pedro hefur til að mynda hvorki skorað né lagt upp mark í deildarleik síðan í ágúst. Sama hvaða álit menn hafa á Jose Mourinho er ekki hægt að líta framhjá því að árangur hans á ferlinum er glæsilegur – 22 titlar í fjórum löndum á þrettán árum. En þess ber að geta að sautján af þessum titlum vann hann á fyrstu átta árunum. Undanfarin fimm tímabil hefur hann „aðeins“ skilað fimm titlum í hús – sem er þó meira en langflestir aðrir geta sagt.Sjá einnig: Mourinho hrærður yfir móttökum stuðningsmanna Sú kenning að lið undir stjórn Jose Mourinho hafi hrunið á þriðja ári hans hefur verið á flugi í haust. Sjálfur sagði hann ekkert hæft í henni þegar umræðan fór fyrst af stað í haust og benti á að hann hefði hvorki verið í þrjú ár hjá Porto né Inter. Hjá Chelsea (í fyrra skiptið sem hann stýrði liðinu) og Real Madrid hafi liðið unnið bikartitla og komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mourinho hefur notið stuðnings eigandans, Romans Abramovich, og stjórnar Chelsea. Abramovich var á leiknum á laugardaginn og myndir af honum með andlitið grafið í eigin lúkur voru áberandi á baksíðum ensku blaðanna í gær. Því hefur ítrekað verið velt upp hvort þolinmæði Abramovich sé nú eða verði senn á þrotum. Það veit enginn nema Rússinn sjálfur.Roman AbramovichVísir/GettyDýrt að reka Mourinho Jafnvel þótt Abramovich vilji reka Mourinho gæti það reynst dýrt spaug, enda skrifaði Portúgalinn undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea fyrir réttum fimm mánuðum í dag. „Þetta er það félag sem stendur næst hjarta mínu og ég er mjög ánægður að vita að ég verð hér í langan tíma,“ sagði Mourinho þá. Mourinho ætlaði sér að byggja upp nýtt stórveldi í enska boltanum. Stórveldi í ætt við það sem Alex Ferguson byggði upp hjá Manchester United. En efasemdaraddirnar hafa aldrei verið háværari. „Allir aðrir stjórar væru búnir að missa vinnuna,“ sagði Jason Burt, blaðamaður Daily Telegraph, í vikulegum umræðuþætti á Sky Sports í gær. „Kannski telja þeir enn að hann sé „sá sérstaki“, afskrifa þetta tímabil og byrja upp á nýtt í haust.“Ráðast örlögin gegn Porto? Annar blaðamaður, John Richardson hjá Sunday Express, sagði í sama þætti að hann vilji sjá hvernig Mourinho nái að bjarga sér úr þeim aðstæðum sem hann er í. „Hann hefur alltaf farið frá sínum liðum eftir tvö eða þrjú ár. Hefur hann það sem til þarf til að endurbyggja lið?“ Það kann að hljóma eins og kaldhæðni örlaganna en næsti leikur Chelsea verður gegn Porto, gamla liðinu hans Mourinho, í Meistaradeildinni á miðvikudag. Tap gæti þýtt að Chelsea falli úr leik í keppninni og Abramovich hefur áður sýnt að hann hafi litla þolinmæði fyrir því.
Enski boltinn Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira