Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi á Íslandi eftir hádegi vegna veðurs en búist er við ofsaveðri eða fárviðri víða um land.
Öllu flugi frá Reykjavík eftir hádegi auk flugi til Ísafjarðar sem fara átti klukkan 10.30 hefur verið aflýst en fljúga átti til Akureyrar, Ísafjarðar, Egilsstaða og Húsavíkur í dag.
Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um veðrið
Að auki hefur flugi Flugfélags Íslands til Nuuk sem fara átti af stað klukkan 19. 45 verið aflýst.
Stefnt var að þremur ferðum frá Akureyri til Reykjavíkur í dag en þeim hefur verið aflýst. Það sama má segja um flug frá Egilsstöðum, stefnt var að tveimur ferðum til Reykjavíkur en þeim hefur verið aflýst.
Sjá einnig: Lokanir í dag vegna veðurs
Flugfélag Íslands flýgur frá Ísafirði til Reykjavíkur klukkan 11.05 en flugi sem fara átti 16.20 hefur verið aflýst.
Ekki verður flogið frá Vestmannaeyjum eftir hádegi en stefnt var að tveimur ferðum, klukkan 12.45 og 16.30.
Stefnt er að því að flogið verði til Reykjavíkur frá Bíldudal klukkan 11.40 og frá Þórshörn til Akureyrar klukkan 11.20.
Sjá einnig: Fylgstu með óveðrinu koma
Millilandaflug er enn á áætlun en líkt og kom fram í tilkynningu frá Isavia fyrr í dag má búast við röskun á millilandaflugi í dag og kvöld. Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum á www.isavia.is, www.kefairport.is eða vef síns flugfélags.
Einnig er rétt að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum um færð á vegum. Í veðri sem þessu er möguleiki á mjög slæmri færð um Reykjanesbrautina og jafnvel gæti leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur verið lokað.
Öllu innanlandsflugi aflýst eftir hádegi

Tengdar fréttir

Lokanir vegna veðurs
Spá ofsaveðri og fárviðri í dag og í kvöld.

Það sem þú þarft að vita um veðrið
Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld.

Fylgstu með óveðrinu koma
Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu.

Almannavarnarnefnd Árnessýslu reiknar ekki með að koma saman vegna veðursins
"Þess má vænta að röskun verði á starfsemi sveitarfélaga á Suðurlandi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

Búist við röskun á flugi vegna veðurs
Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum.

Ikea lokar vegna veðurs
Þórarinn Ævarsson segir að sérstakur viðbúnaður verði vegna Ikea-geitarinnar.