Innlent

Veit ekkert hvaðan þetta grindverk kom

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ég var búinn að vera að fylgjast með bílnum þar sem hann var út á götu. Svo leit ég út um annan glugga og heyrði svakalegan hvell,“ segir Birkir Karlsson. Bíll hans stórskemmdist í Vestmannaeyjum nú í kvöld þegar bútur úr grindverki fauk á hann. Rúða brotnaði og framrúðan sprakk mikið. Þá voru miklar beyglur á húddi bílsins og annarri hurðinni, sem Birkir segir að sé nánast ónýt.

Á mynd sem Birkir tók má sjá að búturinn úr grindverkinu hefur brotnað af, en hann veit ekki hvar. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kom, en þetta hefur dúndrast í bílinn.“

Birkir kom bílnum í skjól en segist hafa verið smeykur um að framrúðan myndi einnig brotna og þá framan í hann þegar hann keyrði bílnum.

„Hún er svo sprungin. Ég heyrði bara titringinn í rúðunni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.