Innlent

Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja mannsins.
Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja mannsins. Vísir/Stöð 2

„Ég er mjög glöð yfir þessari niðurstöðu,“ segir Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar Más Bjarnasonar, um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna hjúkrunarfræðinginn Ástu Kristínu Andrésdóttur um manndráp af gáleysi.

Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða Guðmundar Más á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir.

Sjá einnig: Ekkja mannsins féll frá bótakröfu

„Það er mjög góð niðurstaða að stúlkan skyldi sleppa því hún átti enga sök á þessu. Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess. Ég var þarna sjálf og sá hvernig þessir hlutir fóru fram,“ segir Ingveldur í samtali við Vísi um málið.

Sjá einnig: „Hún getur ekki verið ein ábyrg“

Landspítalinn var einnig sýknaður af ákæru ríkissaksóknara og var öllum bótakröfum vísað frá. Ásta Kristín táraðist þegar niðurstaðan var ljós sem og nánasta fólk hennar og samstarfsfólk. Var fjölmenni í héraðsdómi þegar dómurinn var kveðinn upp og fjölmargir sem föðmuðu Ástu.

Sjá má viðtal sem fréttastofa Stöðvar 2 tók við Ingveldi fyrir tveimur árum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×