Erlent

Angela Merkel maður ársins hjá TIME

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. Mynd/Time
Angela Merkel Þýskalandskanslari er maður ársins hjá bandaríska tímaritinu TIME. Greint var frá þessu fyrir stundu.

Fyrr í vikunni var greint frá því hvaða átta kæmu til greina í valinu og sagði að Merkel hefði verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal í tengslum við erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hafi brugðist við flóttamannavandanum.

Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna.

Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári.

Þeir átta sem til greina voru í ár voru Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna, Black Lives Matter-aðgerðasinnar, transkonan Caitlyn Jenner, Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, Vladimir Putin Rússlandsforseti, Hassan Rouhani Íransforseti, auðjöfurinn Donald Trump, auk Merkel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×