Messi og Ronaldo keppa einu sinni enn um Gullboltann | Þessi eru tilnefnd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 13:18 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag hvaða þrír leikmenn koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims fyrir árið 2015. Tilnefningar til annarra verðlauna voru einnig gefnar út við sama tilefni. Leikmennirnir þrír sem urðu efstir í kjörinu að þessu sinni voru þeir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar. Tveir þeir síðastnefndu spila saman hjá Barcelona og skoruðu báðir um helgina. Ronaldo spilar með Real Madrid á titil að verja. Sigurvegarinn fær Gullbolta FIFA, Ballon d'Or, en þessi verðlaun urðu til í núverandi mynd árið 2010 með sameiningu verðlauna FIFA og verðlauna franska fótboltatímabilsins France Football. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur fengið Gullboltann undanfarin tvö ár en þar á undan vann Lionel Messi hann fjögur ár í röð. Enginn annar en þessir tveir hefur unnið Gullboltann frá árinu 2008 en þá vann Cristiano Ronaldo hann fyrst. Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru afhent eftir sameininguna og Lionel Messi hefur verið meðal tveggja bestu leikmanna heims í öll skiptin. Messi á nú möguleika á því að vinna sinn fimmta Gullbolta. Fleiri tilnefningar voru einnig gerðar opinberar við sama tilefni eða hverjir koma til greina sem þjálfarar ársins, hvaða þrjár eiga möguleika á því að vera valdar besta knattspyrnukona heims og hvaða þrjú mörk geta unnið Puskas-verðlaunin sem besta mark ársins. Lionel Messi gæti unnið tvöfalt því eitt marka hans kemur til greina sem besta mark ársins. Gullboltinn og öll hin verðlaunin verða síðan afhent með viðhöfn í Zürich þann 11. janúar næstkomandi.Tilnefningar til verðlauna FIFA 2015:Gullbolti FIFA Cristiano Ronaldo (Real Madrid og Portúgal) Lionel Messi (Barcelona og Argentína) Neymar (Barcelona og Brasilía)Besta knattspyrnukona heims hjá FIFA: Carli Lloyd (Houston Dash og Bandaríkin) Aya Miyama (Okayama Yunogo Belle og Japan) Célia Sasic (FFC Frankfurt og Þýskaland)Besti þjálfari ársins í karlaflokki hjá FIFA: Pep Guardiola (Bayern München) Luis Enrique (Barcelona) Jorge Sampaoli (Landslið Síle)Besti þjálfari ársins í kvennaflokki hjá FIFA: Jill Ellis (Bandaríska landsliðið) Mark Sampson (Enska landsliðið) Norio Sasaki (Japanska landsliðið)Besta mark ársins - Puskas-verðlaunin: Alessandro Florenzi fyrir AS Roma Wendell Lira fyrir Goianesia Lionel Messi fyrir Barcelona Fótbolti Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag hvaða þrír leikmenn koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims fyrir árið 2015. Tilnefningar til annarra verðlauna voru einnig gefnar út við sama tilefni. Leikmennirnir þrír sem urðu efstir í kjörinu að þessu sinni voru þeir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar. Tveir þeir síðastnefndu spila saman hjá Barcelona og skoruðu báðir um helgina. Ronaldo spilar með Real Madrid á titil að verja. Sigurvegarinn fær Gullbolta FIFA, Ballon d'Or, en þessi verðlaun urðu til í núverandi mynd árið 2010 með sameiningu verðlauna FIFA og verðlauna franska fótboltatímabilsins France Football. Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur fengið Gullboltann undanfarin tvö ár en þar á undan vann Lionel Messi hann fjögur ár í röð. Enginn annar en þessir tveir hefur unnið Gullboltann frá árinu 2008 en þá vann Cristiano Ronaldo hann fyrst. Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru afhent eftir sameininguna og Lionel Messi hefur verið meðal tveggja bestu leikmanna heims í öll skiptin. Messi á nú möguleika á því að vinna sinn fimmta Gullbolta. Fleiri tilnefningar voru einnig gerðar opinberar við sama tilefni eða hverjir koma til greina sem þjálfarar ársins, hvaða þrjár eiga möguleika á því að vera valdar besta knattspyrnukona heims og hvaða þrjú mörk geta unnið Puskas-verðlaunin sem besta mark ársins. Lionel Messi gæti unnið tvöfalt því eitt marka hans kemur til greina sem besta mark ársins. Gullboltinn og öll hin verðlaunin verða síðan afhent með viðhöfn í Zürich þann 11. janúar næstkomandi.Tilnefningar til verðlauna FIFA 2015:Gullbolti FIFA Cristiano Ronaldo (Real Madrid og Portúgal) Lionel Messi (Barcelona og Argentína) Neymar (Barcelona og Brasilía)Besta knattspyrnukona heims hjá FIFA: Carli Lloyd (Houston Dash og Bandaríkin) Aya Miyama (Okayama Yunogo Belle og Japan) Célia Sasic (FFC Frankfurt og Þýskaland)Besti þjálfari ársins í karlaflokki hjá FIFA: Pep Guardiola (Bayern München) Luis Enrique (Barcelona) Jorge Sampaoli (Landslið Síle)Besti þjálfari ársins í kvennaflokki hjá FIFA: Jill Ellis (Bandaríska landsliðið) Mark Sampson (Enska landsliðið) Norio Sasaki (Japanska landsliðið)Besta mark ársins - Puskas-verðlaunin: Alessandro Florenzi fyrir AS Roma Wendell Lira fyrir Goianesia Lionel Messi fyrir Barcelona
Fótbolti Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn