Kúvending í afstöðu ríkisins Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Minnihlutinn í borgarráði er ánægður með afstöðu Ólafar Nordal til lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutaflokkarnir telja ekki staðið við samninga. vísir/gva Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, hefur neitað að verða við kröfu Reykjavíkurborgar um að fyrirskipa lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Bréf þess efnis var lagt fyrir borgarráð í gær. Þar er rökum borgaryfirvalda mótmælt. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar ætla sér að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en við sjáum okkur knúin til að gera það í þessu efni. Til eru tveir samningar um málið sem ráðherrar samgöngumála hafa skrifað undir þar sem fallist er á lokun brautarinnar og við það verður að standa,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Löng barátta hefur staðið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri og nú síðustu ár um framtíð þriðju og minnstu flugbrautarinnar á vellinum, flugbrautar 06/24, sem aðeins er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum brautunum tveimur. Þegar Rögnunefndin svokallaða var sett á laggirnar 25. október árið 2013 skrifuðu þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri undir samning. Í honum stóð: „Aðilar [ríki og borg] ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári. Samtímis skal endurskoða núgildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis.“Dagur B. Eggertsson borgarstjórivísir/stefánNú kveður við nýjan tón í ráðuneyti samgöngumála. Í bréfinu sem Ólöf Nordal sendi Reykjavíkurborg segir að ákvörðun um lokun flugbrautarinnar verði ekki tekin án fullvissu um að lokunin komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn verði viðhaldið. „Rökum Reykjavíkurborgar fyrir því að innanríkisráðherra sé skylt að tilkynna um lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breytingar á skipulagsreglum sem ráðuneytið setur er mótmælt. Engar réttarlegar skuldbindingar þessa efnis liggja fyrir. Þá er rökum fyrir mögulegri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á svonefndu Hlíðarendasvæði einnig mótmælt. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um að þær framkvæmdir og ráðstafanir sem leyfðar hafa verið á Hlíðarendasvæðinu eru undanfari byggingaframkvæmda sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipulagsreglum. Á þetta hefur ráðuneytið bent. Útgáfa leyfa til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu er því alfarið á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar,“ segir í bréfi Ólafar.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirBorgarstjóri undrast þessi vinnubrögð innanríkisráðherra. „Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu að fara ekki eftir þeim samningum sem hafa verið gerðir. Það er einnig erfitt ef það er háð duttlungum ráðherra í hvert skipti hvort menn fara eftir því sem hefur verið áður samið um,“ segir Dagur. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, hefur neitað að verða við kröfu Reykjavíkurborgar um að fyrirskipa lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Bréf þess efnis var lagt fyrir borgarráð í gær. Þar er rökum borgaryfirvalda mótmælt. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar ætla sér að fara með málið fyrir dómstóla. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum en við sjáum okkur knúin til að gera það í þessu efni. Til eru tveir samningar um málið sem ráðherrar samgöngumála hafa skrifað undir þar sem fallist er á lokun brautarinnar og við það verður að standa,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Löng barátta hefur staðið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri og nú síðustu ár um framtíð þriðju og minnstu flugbrautarinnar á vellinum, flugbrautar 06/24, sem aðeins er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum brautunum tveimur. Þegar Rögnunefndin svokallaða var sett á laggirnar 25. október árið 2013 skrifuðu þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri undir samning. Í honum stóð: „Aðilar [ríki og borg] ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári. Samtímis skal endurskoða núgildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis.“Dagur B. Eggertsson borgarstjórivísir/stefánNú kveður við nýjan tón í ráðuneyti samgöngumála. Í bréfinu sem Ólöf Nordal sendi Reykjavíkurborg segir að ákvörðun um lokun flugbrautarinnar verði ekki tekin án fullvissu um að lokunin komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn verði viðhaldið. „Rökum Reykjavíkurborgar fyrir því að innanríkisráðherra sé skylt að tilkynna um lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breytingar á skipulagsreglum sem ráðuneytið setur er mótmælt. Engar réttarlegar skuldbindingar þessa efnis liggja fyrir. Þá er rökum fyrir mögulegri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á svonefndu Hlíðarendasvæði einnig mótmælt. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um að þær framkvæmdir og ráðstafanir sem leyfðar hafa verið á Hlíðarendasvæðinu eru undanfari byggingaframkvæmda sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipulagsreglum. Á þetta hefur ráðuneytið bent. Útgáfa leyfa til uppbyggingar á Hlíðarendasvæðinu er því alfarið á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar,“ segir í bréfi Ólafar.Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirBorgarstjóri undrast þessi vinnubrögð innanríkisráðherra. „Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu að fara ekki eftir þeim samningum sem hafa verið gerðir. Það er einnig erfitt ef það er háð duttlungum ráðherra í hvert skipti hvort menn fara eftir því sem hefur verið áður samið um,“ segir Dagur.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira