Enski boltinn

Klopp: Ef við þurfum að kaupa leikmenn í janúar þá gerum við það

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp stýrir æfingu Liverpool.
Jürgen Klopp stýrir æfingu Liverpool. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekkert sérstaklega hrifinn af janúarglugganum en er tilbúinn að kaupa menn inn í liðið ef honum finnst eitthvað vanta.

Nokkrir lykilmenn Liverpool-liðsins hafa verið frá á þessari leiktíð þó Daniel Sturridge ætti nú að vera klár fyrir stórleikinn gegn Manchester City á laugardagskvöldið.

„Janúarglugginn er ekki fullkominn því maður hefur engan tíma til að æfa,“ segir Klopp í viðtali við Sky Sports.

„Maður velur leikmenn og hendir honum svo út á völlinn og segir honum að gera sitt allra besta. En ef við þurfum á því að halda þá kaupum við leikmenn. Ekkert mál.“

„Ég veit ekki hvað gerist í janúar. Ef leikmennirnir okkar halda áfram að meiðast verður mikilvægt fyrir okkur að fá nýja menn en á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×