Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til Malmö í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain.
Zlatan sýndi uppeldisfélaginu enga miskunn en hann skoraði eitt marka PSG í 0-5 sigri.
Adrien Rabiot kom Frökkunum yfir strax á 3. mínútu og á þeirri fjórtándu bætti Ángel Di María öðru marki við.
Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu bætti Zlatan þriðja marki PSG við. Svíinn fagnaði markinu hóflega af virðingu við uppeldisfélag sitt.
Mark Zlatans má sjá í spilaranum hér að ofan.
Di María bætti öðru marki sínu við á 68. mínútu áður en Lucas Moura nelgdi síðasta naglann í kistu Malmö átta mínútum fyrir leikslok.
PSG endar í 2. sæti riðilsins hvernig svo sem úrslitin í lokaumferðinni verða.
Real Madrid vinnur riðilinn en lærisveinar Rafa Benítez unnu 3-4 sigur á Shakhtar Donetsk í miklum markaleik í Úkraínu.
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid og þeir Luka Modric og Daniel Carvajal voru sömuleiðis á skotskónum.
Madrídingar voru komnir í 0-4 á 70. mínútu en leikmenn Shakhtar gáfust ekki upp og skoruðu þrjú mörk á 11 mínútum undir lok leiks. Það dugði þó ekki til.
Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:
A-riðill:
Malmö 0-5 Paris Saint-Germain
0-1 Adrien Rabiot (3.), Ángel Di María (14.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (50.), 0-4 Di María (68.), 0-5 Lucas Moura (82.).
Shakhtar Donetsk 3-4 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo (18.), 0-2 Luka Modric (50.), 0-3 Daniel Carvajal (52.), 0-4 Ronaldo (70.), 1-4 Alex Teixeira, víti (77.), 2-4 Dentinho (83.), 3-4 Teixeira (88.).
B-riðill:
Man Utd 0-0 PSV Eindhoven
CSKA Moskva 0-2 Wolfsburg
0-1 Igor Akinfeev, sjálfsmark (67.), 0-2 André Schürrle (88.).
C-riðill:
FC Astana 2-2 Benfica
1-0 Patrick Twumasi (19.), 2-0 Marin Anicic (31.), 2-1 Raúl Jiménez (40.), 2-2 Jiménez (72.).
Atletico Madrid 2-0 Galatasary
1-0 Antoine Griezmann (13.), 2-0 Griezmann (65.)
D-riðill:
Juventus 1-0 Man City
1-0 Mario Mandzukic (18.)
Borussia Monchengladbach 4-2 Sevilla
1-0 Lars Stindl (29.), 2-0 Fabian Johnson (68.), 3-0 Raffael (78.), 3-1 Vitolo (82.), 4-1 Stindl (83.), 4-2 Ever Banega, víti (90+1).

