Búið að kveikja á Oslóartrénu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. nóvember 2015 17:26 Frá Austurvelli í dag. vísir/ernir Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Jólafréttir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð á fimmta tímanum á Austurvelli í dag. Voru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny Gunartnam varaborgarstjóri Osló sem kveiktu á trénu. Venju samkvæmt er tréð hið glæsilegasta en ljósanna prýðir jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tréð. Óróinn heitir Skyrgámur að þessu sinni en þetta er í tíunda skipti sem félagið safnar fé með jólaórásölu. Steinunn Sigurðardóttir hannaði óróann að þessu sinni. Tréð í ár er síðasta tréð sem Norðmenn senda til Íslands en borgirnar ákváðu í sameiningu að héðan í frá myndu Norðmenn gefa borginni tré úr Heiðmörk. Þótti það samræmast umhverfisviðhorfum betur en núverandi fyrirkomulag. „Mér fannst fallegt og gaman að heimsækja skóginn í Heiðmörk og læra um sögu hans og sterk tengsl við Noreg,“ segir Kamzy. „Ræktunin hófst fyrir meira en 50 árum og hef séð með eigin augum að trén eru fullvaxta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki Ísland og það er sannur heiður fyrir mig sem fulltrúa Oslóarborgar að færa íbúum Reykjavíkur Oslóartréð. Ég hef heyrt að fyrir mörgum borgarbúum marki tendrun ljósa Oslóartrésins ákveðið upphaf jólahaldsins. Mikil vinabönd eru á milli borganna tveggja og við viljum styrkja þá vináttu með því að senda alltaf fulltrúa frá borgarstjórn Oslóar til Reykjavík. Framlag okkar í framtíðinni verður með einhvers konar menningarlegu ívafi, jafnvel barnamenningu allt til þess að styrkja vinabönd Reykjavíkur og Oslóar,“ segir Kamzy. „Það var frábært að geta sýnt fulltrúum Oslóar þessi fínu tré sem núna vaxa í Heiðmörk en framvegis mun Oslóartréð koma þaðan með sínar djúpu norsku rætur. Um leið ætlum við að nota tækifærið og styrkja tengsl borganna tveggja og efla hin menningarlegu tengsl sem munu svo leiða okkur á frekari brautir stórra og smárra verkefna þessara miklu vinaborga,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Jólafréttir Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira