Fótbolti

Cruyff: Fótboltinn hjálpar mér að berjast við krabbameinið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það er vonandi að Johan taki Cruyff-snúninginn á krabbameinið og skilji það eftir í rykinu.
Það er vonandi að Johan taki Cruyff-snúninginn á krabbameinið og skilji það eftir í rykinu. vísir/getty
Hollenski fótboltasnillingurinn Johan Cruyff notar ást sína á fótbolta til að berjast gegn krabbameininu sem fannst í honum í síðasta mánuði.

Cruyff, sem er 68 ára gamall, var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður Evrópu og er einn sá besti sem hefur spilað leikinn.

„Baráttan gegn veikindunum er komin í gang og nú hjálpast allir að,“ segir Cruyff í pistli sínum í hollenska blaðinu De Telegraaf.

„Að hugsa um og tala um fótbolta veitir mér mikla ánægju og fær mig til að gleyma veikindunum um stund.“

„Hið frábæra læknalið á sjúkrahúsinu er búið að undirbúa allt og nú förum við á næsta stig í baráttunni,“ segir Cruyff.

Johan Cruyff vann titla sem leikmaður og þjálfari hjá Barcelona og Ajax á glæstum ferli sínum. Hann gerði Barcelona að Spánarmeisturum fjögur ár í röð frá 1990-1994 sem þjálfari.

Stuðningsmenn NEC Nijmegen standa með Cruyff í baráttunni.vísir/getty
Stuðningsmenn Ajax sýndu stuðning sinn í verki.vísir/getty
Börsungar styðja sinn mann.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×