Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 17:18 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness sem úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þann 6. nóvember. Verður hann því í gæsluvarðhaldi til 4. desember. Sl. mánudag var annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ránsins. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að tveir aðrir menn sem ákærðir eru fyrir þátt sinn í ráninu hafi skýrt frá því við rannsókn málsins að maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi skipulagt ránið. Sjá einnig: Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsinsEins og komið hefur fram á Vísi var ránið hrottalegt. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist inn í skartgripabúðina Gullsmiðjuna í Hafnarfirði í félagi við annan mann. Hafi hann verið vopnaður exi og haft á brott með sér óþekkt magn skartgripa. Síðar um daginn skaut hann úr gasbyssu í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum í Keflavík að kvöldi ránsins.Í dóminum kemur fram að samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggi maðurinn undir sterkum grun um rán, valdstjórnarbrot, tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og hættubrot. Því sé það mat lögreglu að hann sé hættulegur umhverfi sínu og gæsluvarðhald því nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Jafnframt segir að það myndi særa réttarvitund almennings gengi maðurinn laus og hefur hann því verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. desember. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness sem úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þann 6. nóvember. Verður hann því í gæsluvarðhaldi til 4. desember. Sl. mánudag var annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ránsins. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að tveir aðrir menn sem ákærðir eru fyrir þátt sinn í ráninu hafi skýrt frá því við rannsókn málsins að maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi skipulagt ránið. Sjá einnig: Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsinsEins og komið hefur fram á Vísi var ránið hrottalegt. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist inn í skartgripabúðina Gullsmiðjuna í Hafnarfirði í félagi við annan mann. Hafi hann verið vopnaður exi og haft á brott með sér óþekkt magn skartgripa. Síðar um daginn skaut hann úr gasbyssu í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum í Keflavík að kvöldi ránsins.Í dóminum kemur fram að samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggi maðurinn undir sterkum grun um rán, valdstjórnarbrot, tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og hættubrot. Því sé það mat lögreglu að hann sé hættulegur umhverfi sínu og gæsluvarðhald því nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Jafnframt segir að það myndi særa réttarvitund almennings gengi maðurinn laus og hefur hann því verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. desember.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30