Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 17:18 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness sem úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þann 6. nóvember. Verður hann því í gæsluvarðhaldi til 4. desember. Sl. mánudag var annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ránsins. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að tveir aðrir menn sem ákærðir eru fyrir þátt sinn í ráninu hafi skýrt frá því við rannsókn málsins að maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi skipulagt ránið. Sjá einnig: Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsinsEins og komið hefur fram á Vísi var ránið hrottalegt. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist inn í skartgripabúðina Gullsmiðjuna í Hafnarfirði í félagi við annan mann. Hafi hann verið vopnaður exi og haft á brott með sér óþekkt magn skartgripa. Síðar um daginn skaut hann úr gasbyssu í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum í Keflavík að kvöldi ránsins.Í dóminum kemur fram að samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggi maðurinn undir sterkum grun um rán, valdstjórnarbrot, tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og hættubrot. Því sé það mat lögreglu að hann sé hættulegur umhverfi sínu og gæsluvarðhald því nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Jafnframt segir að það myndi særa réttarvitund almennings gengi maðurinn laus og hefur hann því verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. desember. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness sem úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald þann 6. nóvember. Verður hann því í gæsluvarðhaldi til 4. desember. Sl. mánudag var annar maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna ránsins. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að tveir aðrir menn sem ákærðir eru fyrir þátt sinn í ráninu hafi skýrt frá því við rannsókn málsins að maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi skipulagt ránið. Sjá einnig: Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsinsEins og komið hefur fram á Vísi var ránið hrottalegt. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist inn í skartgripabúðina Gullsmiðjuna í Hafnarfirði í félagi við annan mann. Hafi hann verið vopnaður exi og haft á brott með sér óþekkt magn skartgripa. Síðar um daginn skaut hann úr gasbyssu í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum í Keflavík að kvöldi ránsins.Í dóminum kemur fram að samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggi maðurinn undir sterkum grun um rán, valdstjórnarbrot, tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og hættubrot. Því sé það mat lögreglu að hann sé hættulegur umhverfi sínu og gæsluvarðhald því nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Jafnframt segir að það myndi særa réttarvitund almennings gengi maðurinn laus og hefur hann því verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. desember.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Tveir til viðbótar teknir vegna skartgriparáns Tveir menn voru handteknir í gær grunaðir um aðild að vopnuðu ráni sem framið var í Gullsmiðju í Hafnarfirði þann 22. september síðastliðinn. 30. október 2015 07:00
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30