Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 11:30 Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. Mynd/Loftmyndir.is Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. Var farið fram á gæsluvarðhald hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn og var beiðnin samþykkt. Fyrir er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en sá var handtekinn að kvöldi dagsins sem ránið fór fram eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu í Keflavík. Rannsókn málsins er í fullum gangi og skýrslutökur í gangi yfir mönnum. Auk mannanna tveggja sem eru í gæsluvarðhaldi hafa tveir til viðbótar verið handteknir og teknir í skýrslutöku. Ekki þótt þó ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmEngar upplýsingar fást um það hvort þýfið sé komið í leitirnar það var ekki fundið í síðustu viku. Verðmæti þess er talið hlaupa á milljónum króna. Ránið virðist hafa verið vel skipulagt en nokkrar húsleitir hafa verið gerðar af lögreglu. Þá hefur lögregla lýst ráninu sem hrottalegu en starfsmaður í versluninni, kona á sextugsaldri, flúði úr búðinni eftir að mennirnir ógnuðu henni með öxi. Mennirnir komust undan á hvítum Nissan jepplingi en óku utan í bíl á flóttanum. Mildi þykir að ekki varð slys á fólki. Bíllinn var skilinn eftir við Grindavíkurafleggjarann. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. Var farið fram á gæsluvarðhald hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn og var beiðnin samþykkt. Fyrir er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en sá var handtekinn að kvöldi dagsins sem ránið fór fram eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu í Keflavík. Rannsókn málsins er í fullum gangi og skýrslutökur í gangi yfir mönnum. Auk mannanna tveggja sem eru í gæsluvarðhaldi hafa tveir til viðbótar verið handteknir og teknir í skýrslutöku. Ekki þótt þó ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum.Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði.Vísir/VilhelmEngar upplýsingar fást um það hvort þýfið sé komið í leitirnar það var ekki fundið í síðustu viku. Verðmæti þess er talið hlaupa á milljónum króna. Ránið virðist hafa verið vel skipulagt en nokkrar húsleitir hafa verið gerðar af lögreglu. Þá hefur lögregla lýst ráninu sem hrottalegu en starfsmaður í versluninni, kona á sextugsaldri, flúði úr búðinni eftir að mennirnir ógnuðu henni með öxi. Mennirnir komust undan á hvítum Nissan jepplingi en óku utan í bíl á flóttanum. Mildi þykir að ekki varð slys á fólki. Bíllinn var skilinn eftir við Grindavíkurafleggjarann.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. 29. október 2015 08:30
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18
Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda sögu Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem skaut að lögreglu með loftbyssu í Keflavík í gærkvöldi. 23. október 2015 14:35
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15