Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2015 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnir samningskröfur sínar. Fréttablaðið/EPA „Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“ Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
„Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira