Flókið regluverk ekki afsökun fyrir því að brjóta lög 12. nóvember 2015 19:30 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39
Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30