Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:45 Lars Lagerbäck er með strákana okkar í Varsjá. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira