Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fylgi flokkanna. Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“ Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Píratar fengju 25 þingmenn kjörna ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það þýðir að flokkurinn yrði rúmlega áttfalt stærri en hann er í dag, en hann er með þrjá kjörna þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi aftur á móti 20 þingmenn kjörna og væri með einum manni meira en í dag. VG fengi sjö menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi sex menn kjörna og Samfylkingin fimm. Miðað við niðurstöðurnar eiga Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar helst möguleika á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Sú stjórn myndi þá hafa 45 þingmenn að baki sér. Píratar ættu líka möguleika á að mynda tveggja flokka stjórn með VG. Sú ríkisstjórn hefði þá einungis 32 manna meirihluta á 63 manna þingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir of snemmt að fara að velta fyrir sér framtíðarstjórnarsamstarfi.Í grafinu hér fyrir ofan stóð ranglega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mælst með 39 prósent fylgi. Það er rangt og hefur það verið leiðrétt.Birgitta segist vilja að þeir flokkar sem hafi áhuga á að vinna saman eftir kosningar verði að lýsa því fyrir kosningar hvernig stjórnarsamstarfi yrði háttað. Það má búast við því að breytingar verði á þingsalnum ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við niðurstöður kannana.Fréttablaðið/Ernir„Það hefur ekki skapast hefð fyrir því hér, þó að það hafi gerst fyrir kosningar að flokkar gangi bundnir til kosninga,“ segir Birgitta. Það yrði til bóta fyrir lýðræðið ef það lægi fyrir stjórnarsáttmáli fyrir kosningar. Þá leggur hún áherslu á að það þyrfti að fara í heildarendurskoðun í stjórnsýslunni og í ráðuneytum. „Það þyrfti að eiga sér stað sambærileg vinna eins og þegar það er yfirtaka í fyrirtækjum og það kemur nýtt fólk inn. Þá er rætt við alla starfsmenn til að skilja hvert starfssvið þeirra er og hversu tilbúnir þeir eru til að skilja hvert þeirra starfssvið er og hversu tilbúnir þeir eru til þess að veita þeim sem vilja breyta aðgengi að upplýsingum,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að Alþingi verði styrkt. „Alþingi er mjög veikburða stofnun bæði hér heima og annars staðar í heiminum. Og þau eru alltaf að framkvæma vilja framkvæmdarvaldsins en það á að vera öfugt.“ Birgitta segir þó ýmislegt jákvætt hafa gerst, þó að það hafi gerst hægt og breytingarnar ekki verið sýnilegar.Árni Páll finnur til ábyrgðar Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi Björt framtíð hverfa af þingi og Samfylkingin tapa fjórum þingmönnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ásýnd Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu góð og flokksmenn verði að sameinast um að bæta hana. Hann segist finna til ábyrðar vegna fylgis flokksins. „Já, maður finnur ríkt til ábyrgðar í því hlutverki sem maður hefur tekið að sér fyrir félaga sína. Og maður verður alltaf að taka mið af þeim skilaboðum sem send eru í könnunum. Okkur gekk mjög vel fyrir ári síðan. Þá vorum við að mælast í Fréttablaðskönnun með 23 prósent þannig að þetta er mikill munur. Og ég verð í samvinnu við aðra flokksmenn að snúa þessu aftur við.“ Hann ætlar að vera áfram í brúnni. „Það hefur verið stefna mín hingað til að leiða flokkinn í næstu kosningum og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst í því. En ég geri það auðvitað ekki nema ég njóti til þess stuðnings flokksmanna.“
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira