Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2015 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnir samningskröfur sínar. Fréttablaðið/EPA „Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
„Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira