Sýrlenskt vegabréf eins árásarmannanna í París talið falsað Bjarki Ármannsson skrifar 16. nóvember 2015 20:55 Þriggja daga þjóðarsorg stendur yfir í Frakklandi. Vísir/EPA Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan: Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan:
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15
Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49