Erlent

Árásirnar í París: Þrír handteknir í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Tveir karlar og ein kona hafa verið handtekin í Þýskalandi. Fólkið var handtekið nærri landamærunum við Belgíu, en grunur leikur á að Salah Abdeslam hafi flúið til Þýskalands. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að fólkið hafi verið handtekið í tengslum við leitina að Abdeslam.

Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp frekari upplýsingar um fólkið, eins og nafn aldur og þjóðerni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Hins vegar segja þýskir miðlar að sérstök sveit lögreglumanna leiti nú vísbendinga um hvort að flóttamaðurinn sé kominn til Þýskalands og að sú sveit hafi handtekið fólkið.

Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi og Belgíu. Þá hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi og Ítalíu verið beðin um að vera á varðbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×