Innlent

Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. Sambandið sakar SA um að ganga erinda Rio Tinto og halda starfsmönnum fyrirtækisins í gíslingu. Þannig sé komið í veg fyrir að þeim verði boðin sama launahækkun og flestir launamenn á íslenskum vinnumarkaði hafi fengið.

„Síðustu mánuði hefur verið lögð mikil vinna í að móta nýtt íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Staðan sem upp er komin í Straumsvíg og framganga SA í málinu er afleitt innlegg í það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði skrifuðu undir fyrir fáeinum dögum,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ.

Þá hvetur sambandið SA til að ganga frá kjarasamningi við starfsmenn álversins í Straumsvík. „Að öðrum kosti er trúverðugleiki SA farinn fyrir lítið og samkomulag um ný og betri vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði komið í fullkomið uppnám.“


Tengdar fréttir

Starfsmenn hræðast afstöðu Rio Tinto

Nokkrar undanþágur hafa verið veittar á yfirvinnubanni starfsmanna álversins í Straumsvík um helgina tryggja öryggi og að ekki verði tjón á búnaði eða framleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×