Starfsmenn álversins í Straumsvík segja stjórnendur stunda hræðsluáróður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. júlí 2015 19:05 Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“ Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira