Liverpool fækkar strákum í akademíunni til að búa til betri leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 13:00 Liverpool vill fá fleiri uppalda leikmenn inn í liðið hjá Jürgen Klopp. vísir/getty Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er búið að fækka strákum í akademíu sinni um 15 prósent til að auka gæðin á leikmönnunum. Á síðasta ári er Liverpool búið að fækka leikmönnum í akademíunni úr 240 í tæplega 200 en Alex Inglethorpe, yfirmaður unglingastarfs Liverpool, segir félagið stefna að meiri gæðum frekar en magni. „Hugmyndafræðin á bakvið akademíu er að þar eiga bara að vera bestu leikmennirnir,“ segir hann í viðtali við Liverpool Echo. „Maður á að geta horft í augu hvers leikmanns og foreldra hans og geta sagt að það sé raunverulegur möguleiki á að strákurinn verði síðar leikmaður Liverpool.“ „Það hjálpar hvorki foreldrunum né leikmanninum ef strákurinn er tekinn inn bara til að fylla upp í hópinn. Mér finnst það ekki rétt. Oft fara þessir strákar til annarra liða, eru ánægðir og eiga mun meiri möguleika á að spila reglulega,“ segir Inglethorpe.Jordan Rossiter hefur komið við sögu á þessu tímabili.vísir/gettyÞurfa að vera nógu góðir Tiltektin í unglingastarfinu hjá Liverpool hófst á síðasta tímabili. Leikmenn í akademíunni eru tæplega 200 og stefna menn á Anfield að því að fækka enn frekar í unglingastarfinu. Liverpool tefldi ekki fram einum uppöldum leikmanni í byrjunarliðinu gegn Everton í fyrri Merseyside-slagnum á þessari leiktíð. Síðast var Liverpool ekki með uppalinn leikmann í byrjunarliðinu gegn Everton í bikarúrslitunum 1986. Jordan Rossiter, Connor Randall og Jon Flanagan eru þeir síðustu sem komist hafa inn í aðalliðið í gegnum unglingastarfið. Inglethorpe segir að Liverpool þurfi nú að einbeita sér að sínum hæfileikaríkustu strákum svo þeir eigi möguleika að spila fyrir aðalliðið. „Nú stefnum við ekki að því að vera með ákveðið marga leikmenn í hverjum aldursflokki heldur viljum við ákveðin gæði í hverjum flokki,“ segir hann. „Það er engin fullkomin tala til að vera með í hverjum flokki. Ef við erum með 25 ótrúlega hæfileikaríka stráka á sama aldri sem eiga möguleika á að verða leikmenn Liverpool þá verða þeir 25.“ „Það er samt engin tilgangur að vera með 25 leikmenn í sama aldursflokki ef aðeins tíu þeirra eiga möguleika á að komast í U21 árs liðið. Það er ekki sanngjarnt gagnvart hinum í hópnum,“ segir Alex Inglethorpe. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er búið að fækka strákum í akademíu sinni um 15 prósent til að auka gæðin á leikmönnunum. Á síðasta ári er Liverpool búið að fækka leikmönnum í akademíunni úr 240 í tæplega 200 en Alex Inglethorpe, yfirmaður unglingastarfs Liverpool, segir félagið stefna að meiri gæðum frekar en magni. „Hugmyndafræðin á bakvið akademíu er að þar eiga bara að vera bestu leikmennirnir,“ segir hann í viðtali við Liverpool Echo. „Maður á að geta horft í augu hvers leikmanns og foreldra hans og geta sagt að það sé raunverulegur möguleiki á að strákurinn verði síðar leikmaður Liverpool.“ „Það hjálpar hvorki foreldrunum né leikmanninum ef strákurinn er tekinn inn bara til að fylla upp í hópinn. Mér finnst það ekki rétt. Oft fara þessir strákar til annarra liða, eru ánægðir og eiga mun meiri möguleika á að spila reglulega,“ segir Inglethorpe.Jordan Rossiter hefur komið við sögu á þessu tímabili.vísir/gettyÞurfa að vera nógu góðir Tiltektin í unglingastarfinu hjá Liverpool hófst á síðasta tímabili. Leikmenn í akademíunni eru tæplega 200 og stefna menn á Anfield að því að fækka enn frekar í unglingastarfinu. Liverpool tefldi ekki fram einum uppöldum leikmanni í byrjunarliðinu gegn Everton í fyrri Merseyside-slagnum á þessari leiktíð. Síðast var Liverpool ekki með uppalinn leikmann í byrjunarliðinu gegn Everton í bikarúrslitunum 1986. Jordan Rossiter, Connor Randall og Jon Flanagan eru þeir síðustu sem komist hafa inn í aðalliðið í gegnum unglingastarfið. Inglethorpe segir að Liverpool þurfi nú að einbeita sér að sínum hæfileikaríkustu strákum svo þeir eigi möguleika að spila fyrir aðalliðið. „Nú stefnum við ekki að því að vera með ákveðið marga leikmenn í hverjum aldursflokki heldur viljum við ákveðin gæði í hverjum flokki,“ segir hann. „Það er engin fullkomin tala til að vera með í hverjum flokki. Ef við erum með 25 ótrúlega hæfileikaríka stráka á sama aldri sem eiga möguleika á að verða leikmenn Liverpool þá verða þeir 25.“ „Það er samt engin tilgangur að vera með 25 leikmenn í sama aldursflokki ef aðeins tíu þeirra eiga möguleika á að komast í U21 árs liðið. Það er ekki sanngjarnt gagnvart hinum í hópnum,“ segir Alex Inglethorpe.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira